Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

100 daga hátíð 1. bekkja

06.02.2012
100 daga hátíð 1. bekkja

100 daga hátíð 1.bekkja var haldin hátíðleg á 100. degi skólaársins sem var 25. janúar að þessu sinni. Kennarar og nemendur mættu í náttfötum og í tilefni dagsins mátti hafa sparinesti. Nemendur bjuggu til hátíðarhatta sem voru merktir með tugatölum. Því næst hittust bekkirnir á sal og sungu nokkur lög og marseruðu svo um skólann. Að því loknu fór mikil talningavinna í gang þar sem nemendur töldu góðgæti og flokkuðu í tugi og mynduðu hundrað. Deginum lauk svo í íþróttahúsinu þar sem tekinn var þrautahringur þar sem allar þrautir gengu út á það að telja tugi og reyna að fylla hundrað. Vel heppnaður dagur í alla staði.

Skoða myndir frá 100 daga hátíð

Til baka
English
Hafðu samband