Skemmtilegur öskudagur
Það var mikil eftirvænting í loftinu þegar nemendur og starfsfólk mætti í skólann á öskudaginn. Margir nemendur voru spenntir að sýna sig og sjá aðra í glæsilegum öskudagsbúningum. Eins og oft áður var mikill sköpunarkraftur í nemendum og kennurum því búningarnir voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir.
Dagurinn einkenndist af því að nemendur fengu tækifæri til að heimsækja fjölda stöðva sem settar voru upp um allan skóla og í íþróttahúsinu Mýrinni. Nemendur gátu t.d. hitt spákonur, farið í limbó, búið til grímur og öskupoka, fengið andlitsmálun, lesið, farið í tölvur og kubba. Undir lokin hittumst allir nemendur á sal en þar stjórnuðu Ragga Dís og Hreinn hópdansi að honum loknum hófst dúndrandi diskótek.
Skoðið myndirnar frá öskudeginum á myndasíðu skólans.