Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfsmannakönnun

28.02.2012
Starfsmannakönnun

Í janúar s.l. var lögð fyrir starfsmenn Hofsstaðaskóla könnun um ýmsa þætti skólastarfsins. Könnunin var þríþætt. Í fyrsta hluta voru spurningar fyrir alla starfsmenn þar sem spurt var um samskipti og líðan á vinnustaðnum. Í öðrum hluta voru, að beiðni foreldrafélags skólans, lagðar fyrir kennara spurningar í tengslum við notkun þeirra og áhuga á gagnvirkum kennslutöflum. Í þriðja hluta var spurt um notkun á Skólavefnum, en skólinn greiðir fyrir áskrift að vefnum.

Niðurstöður könnunarinnar sýna að á heildina litið eru starfsmenn mjög ánægðir með vinnustaðinn sinn og stjórnun skólans. Þeir eru mjög stoltir af skólanum og eiga í góðu samstarfi við vinnufélagana. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast niðurstöður úr könnuninni hér á vef skólans undir Skólinn og sjálfsmat og kannanir 2011-2012.

 

Til baka
English
Hafðu samband