Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stóra upplestrarkeppnin

07.03.2012
Stóra upplestrarkeppnin

Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn mánudaginn 5. mars. Þar kepptu níu nemendur í 7. bekk um að taka þátt fyrir hönd Hofsstaðaskóla í lokahátíðinni sem verður haldin fimmtudaginn 15. mars n.k. í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum bókina Óðhallaringla eftir Þórarinn Eldjárn. Þriggja manna dómnefnd valdi Jón Gunnar Hannesson í 7. GHS og Vigfús H. O. Árnason í 7. AMH til að keppa fyrir hönd skólans í loka keppninni. Kristín Sif Sigsteinsdóttir var valin sem varamaður en þar sem hún verður erlendis þegar keppnin fer fram var Jón Kristinn Örnólfsson valinn í hennar stað.

Myndir frá upplestrarkeppninni

Til baka
English
Hafðu samband