Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn á pósthúsið

19.03.2012
Heimsókn á pósthúsið

Pósthús, póstur, bréf, bögglar, frímerki, verðgildi og vigtun eru verkefni sem nemendur í 2.bekk hafa verið að fást við að undanförnu. Mánudaginn 12.mars sl. var nemendum í 2.GÞ boðið að heimsækja Pósthúsið á Stórhöfða í Reykjavík. Þar fengu þau að skoða mjög margt eins og t.d. flokkun á bréfum og bögglum. Allir voru heillaðir að sjá stóru flokkunarvélina sem flokkar fjöldann allan af bréfum á færibandi og á örstuttum tíma! Gaman var að sjá hve umfangsmikið starf póstþjónustan er og hversu margt spennandi er að skoða. Það var afskaplega vel tekið á móti börnunum, þau fengu frímerki og máttu póstleggja bréf sem þau höfðu skrifað til hvers annars. Auk þess var þeim boðið upp á ávexti. Þetta var í alla staði sérlega vel heppnuð ferð og margt fróðlegt og skemmtilegt að sjá. Óhætt er að segja að við lærðum öll heilmikið um starfsemi pósthússins í þessari skemmtilegu ferð.

Myndir úr ferðinni má sjá á myndasíðu bekkjarins.

Til baka
English
Hafðu samband