Íslandsmót barnaskólasveita
Íslandsmót barnaskólaveita var haldið 17. og 18. mars sl. og var árangur okkar sveita frábær. Á mótinu kepptu í heildina 33 sveitir frá ýmsum skólum og var Hofsstaðaskóli þar með 2 sveitir, A og B sveit.
A sveit Hofsstaðaskóla lauk keppni í 5-6 sæti með 20,5 vinning ásamt Melaskóla en skólarnir voru jafnir í öllum stigaflokkum. A sveitin okkar var ofarlega allt mótið og átti því í viðureign við sterkustu sveitir mótsins og tefldi þar á meðal við þær sveitir sem voru í 2, 3, og 4 sæti þannig að árangurinn er verðskuldaður. A sveit Hofsstaðaskóla var í fyrra í 9 sæti þannig að þetta er töluvert betri árangur. Allir skákmenn sveitarinnar stóðu sig vel og skiluðu sínu. B sveit Hofsstaðaskóla náði einnig frábærum árangri. Sveitin náði í 18 sæti með 17,5 vinninga en var í 28 sæti í fyrra.
Mótið í ár var mjög spennandi og var baráttan milli þriggja efstu skólanna mjög hörð. Sigurvegarar mótsins og Íslandsmeistarar voru Álfhólsskóli A sveit með 30,5 vinninga af 36 mögulegum en Rimaskóli A og Salaskóli A voru í 2 til 3 sæti með 30 vinninga.
Skáksveitir Hofsstaðaskóla voru þannig skipaðar:
A-sveit
Kári Georgsson 6-SJG
Bjarki Arnaldarson 3-ÁK
Ísak Logi Einars 3-ÁK
Fannar Ingi Grétarsson 3-GG
B-sveit
Sigurður Fannar Finnsson 6-SJG
Daníel Breki Sverrisson 3-GG
Haukur Georgsson 4-HS
Elmar Beckers 4-HS
Varamaður var Íris Eir Georgsdóttir 2-ÁS
Kíkið á myndir frá mótinu