Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tóbaksfræðsla

27.03.2012

Fimmtudaginn 22. mars fengu nemendur í 5. – 7. bekk tóbaksfræðslu en hún er liður í lífsleiknikennslu skólans. Einnig fengu umsjónarkennarar fræðslu frá Sigrúnu Kristjánsdóttur, hjá Landlæknisembættinu, um þróun tóbaksnotkunar á Íslandi en þar kom fram að reykingar hafa minnkað til muna í öllum aldurshópum en reyklaus notkun á tóbaki hefur aukist þ.e. notkun á munntóbaki og neftóbaki notað í munn. Þessi þróun er varhugaverð og afleiðingar hennar eiga eftir að koma í ljós i framtíðinni enda er munn- og neftóbak mun sterkara en reyktóbak og mjög erfitt fyrir þessa neytendur að hætta neyslu.

Sjá myndir

Til baka
English
Hafðu samband