Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Borg úr einingakubbum

16.04.2012
Borg úr einingakubbumEiningakubbar eru skemmtilegir kubbar sem nemendum finnst mjög gaman að vinna með. Þeir efla sköpunargleði og stærðfræðihugsun hjá börnunum auk þess sem þeir kalla fram ýmsa skipulagshæfileika sem og samvinnu milli nemenda. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra af nemendum í 2.bekk sem byggðu borg úr einingakubbunum. Lagðar voru götur, bílagöng og hringtorg. Má þar líka sjá styttu af bæjarstjóra bæjarins! Nemendur fengu úthlutuðum lóðum sem þeir máttu byggja á. Á myndinni má m.a. sjá dýragarð, veitingastað, ísbúð, kirkju, fangelsi, safn, bílastæði og margt fleira skemmtilegt. Börnin voru mjög áhugasöm og gaman að sjá hversu skipulögð þau voru í starfsemi sinni.
Til baka
English
Hafðu samband