Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Glæsileg árshátið 7. bekkja

17.04.2012
Glæsileg árshátið 7. bekkja

Glæsileg árshátíð 7. bekkja var haldin fimmtudaginn 29. mars. Nemendur tóku fullan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina og allir höfðu ákveðnu hlutverki að gegna. Boðið var upp á mexíkanskan mat sem nemendur útbjuggu undir dyggri leiðsögn Áslaugar heimilisfræðikennara. Þeir tóku einnig þátt í að skreyta salinn, koma fyrir borðum og stólum og leggja á borð.

Þeir nemendur sem vildu settu saman atriði, æfðu og fluttu á árshátiðinni fyrir samnemendur, foreldra og dómnefnd því skemmtiatriðin voru jafnframt hæfileikakeppni. Atriðin sem hlutu viðurkenningu voru;

Glæsilegasta atriðið, dúet á píanó – tangó Argentína sem Jóna Arnar og Jón Gunnar fluttu.

  • Skemmtilegast atriðið var dansinn Skólastelpurnar sem Kristín Sif, Elísabet og Guðrún Lóa dönsuðu.
  • Frumlegasta atriðið voru spilagaldrar sem þeir Helgi og Lahiru sýndu með aðstoð Sunnu.
  • Fjörugasta atriðið var rapp með hópnum Frískar mandarínur sem Birgir, Ingólfur og Vigfús fluttu.

Nemendur sáu einnig um að útbúa viðurkenningarskjöl og sinna tæknistjórn.

Skoðið myndirnar á myndasíðu 7. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband