Hljómlist og umhverfi
Stórkostlegir tónleikar voru haldnir á sal föstudaginn 27. apríl í tilefni af Listadögum í Garðabæ. Þema listadaganna var tónlist og fékk Hofsstaðaskóli styrk til að ráða Hildi Guðnýju Þórhallsdóttur og Þórdísi Heiði Kristjánsdóttur tónmenntakennara til að stjórna hljómsveitarverkefni með hópi nemenda í 6. bekk. Verkið hét ,,Með allt á hreinu“ en þemað var umhverfismál enda umhverfisvika í Hofsstaðaskóla. Tónleikarnir enduðu á söng ,,ÓsonLaginu" sem saminn var af nemendum í hljómsveitarhópnum.
Nemendum sem ekki tóku þátt í hljómsveitarverkefninu var skipt í þrjá hópa og unnu þeir verkefni í tengslum við umhverfismál undir stjórn umsjónarkennara. Einn hópur hannaði föt og bjó til úr endurunnu efni, annar hópur fór í vettvangsskoðun í nágrenni Hofsstaðaskóla og vann myndasýningar í tengslum við hana. Þriðji hópurinn bjó til áróðursmyndbönd er tengjast umhverfinu. Verkefnin voru sýnd á sal þar sem fatahópurinn var með tískusýningu. Í lokin var sýnt myndband af Jai Ho dansinum sem allir nemendur skólans lærðu í íþróttum.
Á myndasíðu skólans má sjá fjölda mynda frá tónleikum, tískusýningu og vinnu nemenda á listadögum.
Hér má nálgast textann í lokalaginu á tónleikunum ÓsonLaginu