Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenningar fyrir stærðfræðileika

04.06.2012
Viðurkenningar fyrir stærðfræðileika

Föstudaginn 1. júní komu allir nemendur skólans saman á sal en þá voru veittar viðurkenningar fyrir stærðfræðileikana sem fram fóru 14. - 15. maí. Nemendur reiknuðu þúsundir stærðfræðidæma meðan á leikunum stóð og söfnuðu með því stigum bæði sem einstaklingar en einnig fyrir sinn hóp/bekk og skólann.

Öflugast hópurinn að þessu sinni var blái hópurinn í 7. bekk sem skilaði  115.501 stigi í hús. Næst á eftir honum kom 4. HS með 68.589 stig og á hæla þeim 4. Bst með 44.804 stig.

Stigahæsti einstaklingurinn í keppninni var Bjarki Björnsson í 4. HS með 12.678 stig. Næst kom Bergþóra Karlsdóttir í 7. b bláum með 10.093 stig og Jón Arnar Ólafsson í 4. Bst með 9366 stig.

Glæsilegur árangur hjá þessum duglegu krökkum. Til hamingju.

Skoða myndir

 

 




 

Til baka
English
Hafðu samband