Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 7. bekkinga

12.06.2012
Skólaslit 7. bekkinga

Fimmtudaginn 7. júní fóru fram skólaslit 7. bekkinga við hátíðlega athöfn á sal Hofsstaðaskóla. Nemendur í 7. bekk fluttu tónlistaratriði í upphafi samkomunnar og síðan voru afhent verðlaun fyrir besta samanlagða árangur í íslensku í hverjum 7. bekk. Kiwanisklúbburinn Setberg í Garðabæ veitir verðlaunin og hlutu eftirfarandi nemendur bókaverðlaun sem viðurkenningu:

• Jón Gunnar Hannesson 7. GHS
• Guðrún Lóa Sverrisdóttir 7. AMH

Hofsstaðaskóli veitti nú sem áður verðlaun fyrir besta námsárangur í hverjum 7. bekk. Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu sem var bókin Fuglavísir.

• Jón Gunnar Hannesson 7. GHS
• Guðrún Lóa Sverrisdóttir 7. AMH og Kristín Sif Sigsteinsdóttir 7. AMH

Sú hefð hefur skapast að 7. bekkingar sem ljúka námi við skólann flytja kveðju frá nemendum. Freydís Jara Þórsdóttir og Jón Kristinn Örnólfsson fluttu kveðjuna að þessu sinni fyrir hönd nemenda.

Eftir kveðjustund í stofum gæddu nemendur og foreldrar sér á veitingum í boði skólans.
Starfsmenn Hofsstaðaskóla óska nemendum og foreldrum gleðilegs sumar og hlakka til að sjá ykkur í haust.

Skoða myndir

Til baka
English
Hafðu samband