Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úrslit í nýsköpun og lampasamkeppni

14.06.2012
Úrslit í nýsköpun og lampasamkeppni

Á skólaslitum í Hofsstaðaskóla eru veitt verðlaun í Nýsköpunarkeppni skólans í 5. bekk og Lampasamkeppni í 6. bekk. Báðar þessar keppnir eru undir stjórn Sædísar Arndal smíðakennara en Marel gefur glæsileg verðlaun, myndavélar. Auk þess fá nemendur lampa sem verðlaunagrip.

Í nýsköpunarkeppninni 2011-2012 hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun:

1. sæti Kristín Hekla Örvarsdóttir
2. sæti Liv Benediktsdóttir
3. sæti Natalía Ólafsdóttir

Í lampasamkeppninni 2011-2012 hlutu eftirfarandi nemendur verðlaun:

1. sæti Sigurður Fannar Finnsson
2. sæti Hafrún Lind Guðbrandsdóttir
3. sæti Auður Indriðadóttir

Auk þess var valinn hönnuður skólans Ástrós Magnúsdóttir.

Nemendur í 6. bekk vinna að gerða lampanna í smíði en til þess nota þeir 20 ljósa seríu og nýta síðan eitthvað úr umhverfi sínu sem umgjörð um ljósin.

Nemendur í 5. bekk fá kennslu í nýsköpun þar sem þeir fá tækifæri til að þroska sköpunargáfu sína og vinna með eigin hugmyndir. Allar tillögur nemenda koma til álita í Nýsköpunarkeppni Hofsstaðaskóla.

Skoða myndir frá skólaslitum hjá 5. bekk

Skoða myndir frá skólaslitum hjá 6. bekk

Til baka
English
Hafðu samband