Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sorpflokkun

03.09.2012
Í sl. viku fengum við heimsókn frá starfsfólki Íslenska gámafélagsins til að fræða nemendur og starfsfólk um hvernig ætti að endurvinna hráefni. Í Hofsstaðaskóla flokkum við nú allt hráefni og leggjum þannig drög að því að nemendur og starfsfólk skólans læri að líta á flokkun sem sjálfsagðan hlut. Vonandi fræða nemendur svo aftur fjölskyldu sína. Nemendur skólans fengu hrós frá gestunum fyrir hversu stilltir og prúðir þeir voru í kynningunum og áhugasamir um efnið. Við þökkum starfsfólkinu kærlega fyrir heimsóknina og hrósið.
Til baka
English
Hafðu samband