Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

09.09.2012
Göngum í skólann

Miðvikudaginn 5. september hófst alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur til 3. október. Hofsstaðaskóli tekur þátt í verkefninu eins og undanfarin ár og eru allir nemendur hvattir til að koma gangandi eða hjólandi í skólann meðan á verkefninu stendur. 

Dagana 12. - 19 . september verður skráð hvernig nemendur koma í skólann og bekkjum veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu.

Markmið með verkefninu er m.a.:

  • Hvatning til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga/hjóla á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. 
  • Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
  • Vitundarvakning um hversu "gönguvænt umhverfið er og hvar úrbóta er þörf.
  • Vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál.

 

Til baka
English
Hafðu samband