Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vífilsstaðavatn

30.09.2012
VífilsstaðavatnNemendur í 7. bekk fóru í vettvangsferð upp að Vífilsstaðavatni. Þar veiddu þeir fiska, tóku sýni, skoðuðu fuglalíf og gróður. Bjarni fiskfræðingur tók á móti krökkunum með stuttri kynningu um vatnið og endaði á því að kryfja fisk með þeim. Daginn eftir fór fram krufning á fiskunum í skólanum og sýni úr vatninu og læknum voru skoðuð í víðsjám. Nemendur stóðu sig einstaklega vel og höfðu gagn og gaman af.

Kíkið á myndir frá ferðinni og úrvinnslunni á myndasíðu 7. bekkja
Til baka
English
Hafðu samband