Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hekl og prjónakaffi

05.10.2012
Hekl og prjónakaffiÞað er líf og fjör í list- og verkgreinakennslunni. Nemendur í 6. bekk hafa verið að vinna að ýmsum fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum undir leiðsögn kennara s.s. vélsaumsverkefni, prjónaverkefni, útsaum og einnig hafa þeir lært að hekla. Helga María í 6. GP heklaði þennan flotta frosk sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Á hverjum vetri er í tengslum við textílmenntakennsluna haldið prjónakaffi en þá eru foreldrar og/eða aðrir aðstandendur nemenda hvattir til að mæta í skólann og prjóna með krökkunum. Þetta hefur mælst vel fyrir, mæting góð, gleði og góður andi svifið yfir vötnum. 

Skoða myndir
Til baka
English
Hafðu samband