Unnið til verðlauna í NKG
17.10.2012
Um helgina fór fram lokahóf og verðlaunaafhending í Nýsköpunarkeppni grunnskólanema. Athöfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík en 40 þátttakendur víðsvegar að af landinu tóku þátt í vinnusmiðju keppninnar, þar af sjö nemendur úr Hofsstaðaskóla. Samtals bárust í ár 1.100 hugmyndir frá 32 grunnskólum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verndari keppninnar, afhenti verðlaun fyrir tólf bestu hugmyndirnar. Tveir nemendur úr Hofsstaðaskóla unnu til verðlauna. Óttar Egill Arnarsson fékk 1. verðlaun í flokki uppfinninga og Ægir Örn Kristjánsson í flokki útlits- og formhönnunar.
Hofsstaðaskóli vann farandbikarinn í flokki stærri skóla, en hann er veittur fyrir hlutfallslega flestar hugmyndir. Þetta er fjórða árið í röð sem skólinn hlýtur þennan titil.
Sædís Arndal smíðakennari og nemendur skólans eiga heiðurinn að þessari velgengni. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju.
Skoða myndir