Fyrsta skemmtun ársins
18.10.2012
Á hverju skólaári er öllum bekkjum ætlað að sjá um að æfa og flytja skemmtiatriði á sal fyrir nemendur á sínu stigi. Nemendur í 1. - 4. bekk koma saman á föstudögum kl. 9:10 en nemendur í 5. -7. bekk á föstudögum kl. 13:10. Þá sér einn bekkur um skemmtiatriði og oft er sungið saman í lok skemmtunar. Í ár voru það nemendur í 6. GP sem riðu á vaðið og sáu um skemmtiariði á sal föstudaginn 12. október. Skemmtiatriðin voru fjölbreytt s.s. leikrit, brandarar, fréttaflutningur, hljóðfæraleikur, dans og fimleikaatriði. Nemendur nýttu þá tækni sem í boði er svo sem ljós, skjávarpa, tónlist o.fl. og stóðu sig eins og fagmenn. Sannanlega góð skemmtun sem setti tóninn fyrir þær skemmtanir sem á eftir fylgja.
Skoða myndir