Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kapphlaup um lífið barnamaraþon

18.10.2012
Kapphlaup um lífið barnamaraþonBarnamaraþon í boðhlaupsformi ,,Kapphlaupið um lífið“ var haldið í 40 löndum þriðjudaginn 16. október til að vekja athygli á baráttunni gegn hungri og áhrifum þess á barnadauða. Þrjátíu og sex krakkar úr 7. bekk Hofsstaðaskóla tóku þátt í hlaupinu ásamt 140 börnum úr fjórum skólum af höfuðborgarsvæðinu. Hlaupið fór fram í Laugardalshöllinni og var fjallað um það á mörgum fréttavefum. Krakkarnir úr Hofsstaðaskóla fóru í viðtal við sjónvarp mbl og má nálgast viðtalið hér 

Hlaupið gekk mjög vel en Víðistaðaskóli bar sigur úr bítum. 
 
Skoða myndir frá hlaupinu 

Fréttaritarar: Auður og Anna Katrín 7. ÖM Hofsstaðaskóla

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband