Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindaferð 3. GÞ í HÍ

19.10.2012
Vísindaferð 3. GÞ í HÍNemendur í 3. GÞ fóru í heimsókn í Vísindasmiðju Háskóla Íslands, Háskólabíói, mánudaginn 15. október. Þar var sérlega vel tekið á móti börnunum og þau leidd í gegnum ævintýraheim vísindanna. Búið var að stilla upp stöðvum með skemmtilegum tilraunum eins og með speglum af ýmsum gerðum, rafmagni, ljósi og orku, sjálfvirkum ljósskynjurum, morse-kerfi, -verkefnum með vatn og m.fl.. Eftir stutta kynningu á hvernig ætti að nota tækin fengu börnin að prófa sjálf og gerði það heldur betur lukku enda læra börn best þegar þau fá tækifæri til að prófa sig áfram sjálf. Börnin fengu svo að matast í anddyri bíósins og síðan var haldið heim á leið eftir vel heppnaða og lærdómsríka ferð og voru allir glaðir og ánægðir. 
 

Skoða myndir úr heimsókninni
Til baka
English
Hafðu samband