Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópuleikar í stærðfræði

24.10.2012
Evrópuleikar í stærðfræði

Undanfarna daga hafa allnokkrir kennarar skráð nemendur til þátttöku í Evrópuleikunum í stærðfræði á Mathletics vefnum http://www.mathletics.com/europeanmathschallenge/

 
Evrópuleikarnir eru árlegur viðburður en þá gefst öllum nemendum sem skrá sig til leiks tækifæri til að nota vefinn endurgjaldslaust í ákveðinn tíma til þjálfunar áður en keppnin hefst. Keppnin sjálf fer fram þiðjudaginn 6. nóvember og miðvikudaginn 7. nóvember. Fyrri keppnisdaginn leysa nemendur ýmis stærðfræðiverkefni og safna fyrir það stigum. Seinni daginn keppast þeir við að svara hugarreiknisdæmum á sem skemmstum tíma og keppa þá í rauntíma við aðra nemendur í Evrópu sem sitja við tölvuna. Fylgjast má með framvindu skólans, bekkja og einstakra nemenda í frægðarhöllinni á vef keppninnar http://www.europeanmathschallenge.com/

Opnað var fyrir aðgengi að vefnum þann 23. október og stendur æfingatímabilið yfir fram til 5. nóvember.

Mathletics vefurinn er erlendur áskriftarvefur sem býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt námsefni sem snertir öll svið stærðfræðinnar og svo þjálfunarleik þar sem nemendur keppa í rauntíma við jafnaldra út um allan heim. Skólar jafnt sem einstaklingar geta keypt sér áskrift sem dugir í eitt ár í senn. Þeir nemendur sem eru í áskrift geta bæði unnið verkefni í skólanum og heima því þeir fá notendanafn og lykilorð sem gildir aðeins fyrir þá.

Það geta hins vegar allir skráð sig til þátttöku í Evrópuleikunum og það kostar ekki neitt! 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband