Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsspekilegar samræður

24.10.2012
Heimsspekilegar samræður

Eitt af þeim markmiðum sem fram koma í skólastefnu Garðabæjar er að nemendur fái þjálfun í heimspekilegri samræðu. Nemendum í 4. bekk skólans er boðið upp á námskeið í heimsspekilegum samræðum. Á námskeiðinu eru ýmsar leiðir farnar til þess að hvetja nemendur til að taka virkan þátt, rökstyðja mál sitt og virða skoðanir sínar og annarra. Farið er í leiki, sögur lesnar og ýmis dægurmál rædd. Hugtök eins og frumkvæði, traust, hugrekki, þolinmæði, umburðarlyndi og víðsýni eru höfð að leiðarljósi.
Ef okkur tekst að auka líkurnar á því að nemendur taki skynsamlegar ákvarðanir nú og í framtíðinni er tilganginum náð. Stóra spurningin er nefnilega hvernig metum við framtíðina?

null

Til baka
English
Hafðu samband