Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jákvæð samskipti

07.11.2012
Jákvæð samskipti

Undanfarna daga hefur starfsfólk og nemendur Hofsstaðaskóla unnið að fjölbreyttum verkefnum í tengslum við jákvæð samskipti. Á fjölgreindaleikunum, sem fram fóru dagana 31. október og 1. nóvember, unnu allir nemendur skólans í 13-14 manna hópum sem fóru á milli stöðva þar sem leyst voru ýmis verkefni. Á einni stöð var unnið með jákvæð samskipti og leiðarljós skólans. Nemendur drógu miða með orði sem tengdist viðfangsefninu og fundu góðar setningar, ljóð eða slagorð sem tengdist orðinu og jákvæðum samskiptum. Bakgrunninn sem miðarnir voru festir á unnu nemendur einnig á fjölgreindaleikunum og komu allir nemendur skólans að því verki.

Finna má verkefni nemenda á Garðatorgi, fyrir utan bókasafnið, og hvetjum við alla til að leggja leið sína þangað og sjá afraksturinn.
Við hvetjum alla sem þekkja til eða luma á góðum hugmyndum í tengslum við jákvæð samskipti eða einelti að hafa samband við eineltisteymi Hofsstaðaskóla. Í Fréttablaðinu þann 7. nóvember birtist grein eftir Elvu Björk Ágústsdóttur námsráðgjafa Hofsstaðaskóla þar sem hún hvetur fólk til að deila góðum hugmyndum í baráttunni gegn einelti.
Til baka
English
Hafðu samband