Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Norræna bókasafnavikan

13.11.2012
Norræna bókasafnavikan

Mánudaginn 12. nóvember komu börn í 3. bekk Hofsstaðaskóla í heimsókn á bókasafn skólans til að hlusta á upplestur úr Dýrunum í Hálsaskógi. Tilefnið var Norræna bókasafnavikan en með henni er áætlunin að stuðla að auknum lestri og áhuga á norrænum bókmenntum á Norðurlöndum og nágrannasvæðum. Þúsundir bókasafna, skóla og aðrir samkomustaðir efna til upplestra, sýninga, umræðna og ýmis konar menningardagskrár af þessu tilefni. Hvað er notalegra þegar myrkrið grúir sem þyngst yfir en að tendra ljós og lesa bók? Það er grunnhugmynd Norrænu bókasafnsvikunnar.

Á mánudeginum sameinuðust flestar stofnanir í að efna til upplesturs. Fyrir yngstu kynslóðina var lesið úr Dýrunum í Hálsaskógi. En í Hálsaskógi búa Lilli klifurmús, Mikki refur og hin dýrin. Þau lifa líkt og við mennirnir og standa bæði í húsverkum og halda upp á afmæli. 
 
Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjørn Egner er sígild saga sem segir okkur að allar manneskjur eru mikils virði og að maður eigi að vera góður og hjálpast að þegar í nauðirnar rekur. Textinn segir frá því að þeir sem við höldum að séu vondir geti verið góðir innst inni.

Thorbjørn Egner er þekktasti barnabókahöfundur Noregs. Hann var ekki bara rithöfundur, heldur teiknari, myndlistamaður, tónskáld og sviðshönnuður. Hundrað ár eru liðin frá fæðingu Thorbjørn Egners þann 12. desember 2012 og fellur textavalið undir dagskrá afmælisársins 2012. 

Skoða myndir
 

Til baka
English
Hafðu samband