Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tjáning og Jóga

15.11.2012
Tjáning og Jóga

Í vetur er nemendum í 4.bekk er boðið upp á tjáningu og jóga í hringekju. Nemendur fá margskonar verkefni til að tjá sig og eru þeir hvattir til að taka virkan þátt. Þeir fá tækifæri til að koma með sínar skoðanir og rökstyðja mál sitt í fréttaflutningi, leikjum, upplestri og öðrum verkefnum.
Í hringekju læra nemendur einnig léttar jóga æfingar. Jóga eykur sjálfstraust, bætir einbeitingu, jafnvægi og er frábært fyrir líkamann. Það getur einnig hjálpað til við samhæfingu og kennir nemendum að nota líkamann meðvitað. Þetta er notaleg stund þar sem nemendur hlusta á ljúfa tónlist í rólegu umhverfi.

Skoða myndir á myndasíðu 4. bekkja

Til baka
English
Hafðu samband