Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum þann 16. nóvember. Hjá yngri nemendum var dagskráin í höndum 3. bekkinga sem hófst á tónlistaratriði. Svo var sagt frá skáldkonunni Vilborgu Dagbjartsdóttur og lesnar sögur af Alla Nalla sem hún skrifaði. Einnig voru flutt tvö ljóð eftir Vilborgu og annað þeirra var sett upp í skuggaleikhús og tónverk flutt samhliða því. Þá var boðið upp á fleiri tónlistaratriði og vísan um íslenska stafrófið sungið undir stjórn Gunnhildar kennara. Dagskránni lauk með fallegum söng nemenda í 3. bekk á laginu „Á íslensku má alltaf finna svar“.
Hjá eldri nemendum sáu 5. bekkingar um dagskrá á sal. Lesin voru ljóð og fræðslutexti um eldfjöll og norðurljósin. Þá voru fluttir nokkrir stuttir leikþættir þar sem nemendur túlkuðu íslenska málshætti eða orðtök.