Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spunaleikþáttur um rafrænt einelti

23.11.2012
Spunaleikþáttur um rafrænt einelti

Þriðjudaginn 20. nóvember sýndu fjórir nemendur í 7. bekk fyrir miðstigið, spunaleikþáttinn Heimkoman eftir Rannveigu Þorkelsdóttur en hún stjórnaði einnig sýningunni. Umfjöllunarefni sýningarinnar var rafrænt einelti og fengu áhorfendur að leggja sitt af mörkum við úrlausn á eineltinu.
Fyrir sýninguna höfðu nemendur lesið bókina Rusleyjuna þar sem tvinnað er saman fræðslu um jákvæða netnotkun og mikilvægi endurnýtingar og endurvinnslu.
Í framhaldinu mun fara fram söfnun í skólanum á ónýtum og gömlum smáraftækjum til styrktar góðu málefni sem verður auglýst nánar síðar.

Skoða myndir frá sýningunni

Til baka
English
Hafðu samband