Laufabrauðsgerð laugardaginn 1. desember
Laugardaginn 1. desember kl. 11-14 verður sannkölluð jólastemning í sal skólans. Þá efnir foreldrafélagið til laufabrauðsgerðar. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár að bjóða upp á klukkutíma námskeið þennan dag þar sem hægt er að forrita jólakveðju í þrívídd. Leiðbeinendur eru starfsmenn Skema og nokkrir nemendur í Hofsstaðaskóla. Lúðrasveit tónlistarskólans í Garðabæ mætir til okkar í sal Hofsstaðaskóla kl. 12:30 og flytur jólalög.
Börn koma í fylgd með fullorðnum og allir koma með skurðabretti, hnífa, og ílát undir steiktu laufabrauðin. Þeir sem eru ekki með laufabrauðshnífa geta notað nánast hvaða hnífa sem er, vasahnífa, fiskihnífa eða steikarhnífa, en best er að hafa hnífinn með mjóum oddi- grillpinnar virka líka til að plokka deigið.