Rithöfundar í heimsókn
03.12.2012
Rithöfundarnir Birgitta Elín Hassel og Marta Hlín Magnadóttir komu í heimsókn á bókasafn Hofsstaðaskóla mánudaginn 3. desember og lásu upp úr nýútgefnum bókum sínum fyrir nemendur í 7. bekk.
Birgitta og Marta eru að gefa út tvær bækur núna fyrir jólin, Kristófer og Ófrið sem báðar eru úr hinni vinsælu bókaröð Rökkurhæðir. Nemendur hlustuðu með athygli á upplesturinn enda mikil spenna og hröð atburðarás í gangi en það höfðar einmitt vel til flestra barna á þessum aldri. Að loknum lestri fengu nemendur að spyrja rithöfundana spjörunum úr um hugmyndina að baki bókunum. Heimsóknin var í alla staði mjög vel heppnuð og voru rithöfundarnir ánægðir með áhuga barnanna fyrir bókunum sínum og lestri almennt.