Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rauður dagur í skólanum

19.12.2012
Rauður dagur í skólanum

Mánudagurinn 17. desember var rauður dagur í Hofsstaðaskóla. Sú hefð hefur skapast að hafa rauðan dag daginn sem nemendur og starfsmenn borða jólamat í mötuneytinu. Sérstakur blær ríkir í skólanum þennan dag og skarta nemendur og starfsmenn rauðum klæðnaði eða skreyta sig með rauðu. Hangikjötið smakkaðist sérstaklega vel og allir fengu ísblóm í eftirmat. Nemendur úr 7. bekk aðstoða í matsalnum því það getur vafist fyrir þeim yngri að skera hangikjötið.

Skoða má myndir í myndasafni skólans

Til baka
English
Hafðu samband