Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dansað inn í þorrann

23.01.2013
Dansað inn í þorrann

Nú styttist óðum í hið árlega þorrablót 6. bekkinga. Þá bjóða nemendur foreldrum sínum til frábærrar veislu þar sem boðið er upp á fjölbreytt skemmtiatriði, söng, dans og fleira skemmtilegt að ógleymdum þorramatnum. Nemendur sjá um allan undirbúning sjálfir með aðstoð starfsfólks skólans. Undirbúningurinn er hafin að fullu en eitt af því sem nemendur þurfa að æfa eru danssporin til að geta boðið foreldrum sínum upp í dans. Ólafur umsjónarkennari 6. ÓP leit við í  fyrsta danstímann hjá bekknum sínum og tók stutt myndskeið sem má nálgast á netinu. Endilega kíkið á þetta og lærið af krökkunum:


http://youtu.be/-cjWWZeTwKw

http://youtu.be/GNQm2EpX1-4

http://youtu.be/jELUtP8jR18

 

Til baka
English
Hafðu samband