Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
07.03.2013
Skólahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram á sal skólans við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6. mars s.l. Þar kepptu níu nemendur í 7. bekk um að verða fulltrúar Hofsstaðaskóla á lokahátíðinni sem haldin verður þriðjudaginn 19. mars n.k. á Garðaholti. Páll Viðar kynnti rithöfund keppninnar og nemendur í 6. bekk fluttu skemmtiatriði í hléum.
Allir sem tóku þátt í keppninni stóðu sig mjög vel og fengu að gjöf frá skólanum bókina Óðhallaringla eftir Þórarinn Eldjárn. Þriggja manna dómnefnd valdi, Ástrósu Magnúsdóttur og Pál Hróar Helgason 7. SJG og Daníel Heiðar Tómasson 7. ÖM, til að keppa fyrir hönd skólans í loka keppninni. Kristófer Leví Sigtryggsson 7. BÓ var valinn varamaður. Myndir frá keppninni er að finna á vefsíðu skólans.