Verðlaunaverkefni eTwinning
Anna Magnea Harðardóttir umsjónarkennari í 5. AMH hélt til Lissabon þann 13. mars til að taka þátt í árlegri hátíð eTwinning. Á hátíðinni er m.a. veitt verðlaun fyrir bestu eTwinning verkefni ársins í nokkrum flokkum. Í ár komu nokkrir íslenskir kennarar við sögu þ.á.m. Anna Magnea sem tók þátt í verkefninu "Intercultural dialogue through fairy tales, drama and art" sem hlaut viðurkenningu í flokki sem tengist fjölmenningu (Mevlana Prize for intercultural understanding).
Landsskrifstofan fór með sendinefnd kennara á hátíðina. Fyrir utan afhendingu verðlauna samanstendur dagskráin af fyrirlestrum og vinnustofum.
Þess má að lokum geta að Anna Magnea var ásamt Guðmundi Inga Markússyni verkefnisstjóra eTwinning í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 mánudaginn 18. mars þar sem rætt var við hana um verðlaunaverkefnið og eTwinning.
Viðtalið má nálgast hér
Hér er hægt að lesa nánar um verðlaunaverkefnið "Intercultural dialogue through fairy tales, drama and art"