Dönskukennsla í skólanum
Nemendur Hofsstaðaskóla byrja að læra dönsku í 7. bekk. Aðalmarkmið kennslunnar er að gera nemendur jákvæða gagnvart dönskunámi sínu því þá verður allt svo miklu léttara og skemmtilegra fyrir bæði nemendur og kennara. Kennslan er reglulega brotin upp með söngvum, spilum, bíómyndum, leikjum og hópverkefnum ýmis konar. Sem dæmi um hópverkefni má nefna verkefnið En dag i mit liv. Þar sameinast sköpun, framsögn, orðaforði, gleði og upplýsingatækni svo eitthvað sé nefnt. Nemendum er skipt í 2-4 manna hópa og fá hóparnir það verkefni að lýsa einum dæmigerðum degi í lífi sínu. Nemendur útbúa handrit og taka síðan myndir af skólaumhverfi sínu, starfsfólki, skólastofum, samnemendum og öðru því sem þeim dettur í hug. Þeir útbúa svo photostory sýningu í tölvu þar sem texti á dönsku þarf að fylgja hverri mynd . Í lokin höldum við bekkjarsýningu á verkunum þar sem hver og einn hópur sýnir og kynnir sitt verkefni. Það er mjög skemmtilegt að sjá hvað krakkarnir eru hugmyndaríkir og vandvirkir við gerð verkefnisins.
Hægt er að skoða nokkrar myndir úr dönskukennslunni inn á myndasíðu 7. bekkja