Töluleikurinn
Nemendur í stærðfræðihópnum hjá Önnu Magneu í 5. bekk spreyttu sig í dag á hinum vinsæla leik "Count down numbers game". Í leiknum eiga nemendur að nota sex tölur sem valdar eru af handahófi með aðstoð tölvuforrits sem fylgir leiknum. Um er að ræða fjórar stórar tölur: 25,50, 75, 100 og tuttugu lægri tölur, tvær af hverri frá 1 til 10. Þátttakendur eiga að nota þessar tölur til að fá út þá útkomu sem forritið biður um. Einungis má nota hverja tölu einu sinni og grunnreikniaðgerðirnar fjórar: plús, mínus, margföldun og deilingu til fá þá tölu sem stefnt er að.
Þess má geta að Countdown er vinsæll sjónvarpsleikur í Bretlandi sem gengið hefur í sjónvarpinu frá 1982. Þar koma í hverri viku þekktir einstaklingar sem glíma við stærðfræði- og orðaþrautir.
Hér má sjá stutt myndskeið úr einum slíkum þætti.
Krakkarnir í stærðfræðihópnum stóðu sig mjög vel. Þau lögðu sig fram við verkefnið og náðu að koma með skemmtilegar lausnir.
Kíkið á myndasíðu 5. bekkja og sjáið nokkrar myndir af krökkunum