Vettvangsferð í Þjóðmenningarhúsið
21.05.2013
Nemendur í 6. GP fóru í vettvangsferð í Þjóðmenningarhúsið í tengslum við verkefnið um Snorra Sturluson. Þeir lærðu um forn handrit, myndasögur og skinnbækur. Allt fléttaðist þetta mjög vel að sögu Snorra Sturlusonar sem nemendur eru einmitt á kafi í að læra þessa dagana. Þeir lærðu líka um gamlar rúnir og nýrri og fengu að skoða gamlar bókmenntir. Einnig fengu nemendur að skrifa með fjöðrum og heimatilbúnu bleki á þurrkað og strengt skinn.
Safnakennari Þjóðmenningarhúss hafði sjaldan eða aldrei fengið jafn fróðleiksfúsan og áhugasaman hóp nemenda og það voru ánægðir nemendur og kennarar sem lögðu af stað til baka í skólann eftir frábæra heimsókn.
Sjá fleiri myndir á myndasíðu 6. GP
Frétt skrifuðu af nemendum í 6. GP