Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur á verðlaunapalli NKG 2013

28.05.2013
Nemendur á verðlaunapalli NKG 2013Það var bjart yfir nemendum Hofsstaðaskóla þegar þeir tóku við viðurkenningarskjali fyrir þátttökuna í nýsköpunarkeppni grunnskóla, úr hendi Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, í HR sl. sunnudag. Í keppni sem þessari skiptir mestu máli að fá tækifæri til að taka þátt. Hér voru allir sigurvegarar.
Það vakti athygli að stelpur voru í miklum meirihluta í keppninni í ár.
Alls voru veitt 12 verðlaun í fjórum flokkum. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, m.a. iPad, teikniborð fyrir tölvur og námskeið í forritun hjá Skema. Auk þess fengu 12 stigahæstu þátttakendurnir námskeið hjá Háskóla unga fólksins og hjá Fab Lab.
Níu nemendur Hofsstaðaskóla voru í verðlaunasætum. Í flokknum Uppfinning var Friðþóra Sigurjónsdóttir í 3. sæti fyrir hugmyndina Sundlaugarljós og Helena Ýr Marinósdóttir og Sylvia Sara Ágústsdóttir í 1. sæti fyrir hugmyndina Tumanál. Í flokknum Útlits- og formhönnun voru þær Ísabella Halldórsdóttir og Kristina Atanasova Atanasova í 3. sæti fyrir hugmyndina Vöggukjóll og þeir Kristmundur Orri Magnússon og Leifur Skarphéðinn Snorri Árnason í 2. sæti fyrir hugmyndina Sleipsokkur. Í flokknum landbúnaður var Sandra María Sævarsdóttir í 1. sæti fyrir hugmyndina Kindaleitari og Helga María Magnúsdóttir í 3. sæti í flokknum Tölvur- og tölvuleikir fyrir hugmyndina GPS tæki í bílastæði.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband