Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaráð Hofsstaðaskóla

31.05.2013
Skólaráð HofsstaðaskólaSkólaráð hélt síðasta fund skólaársins fimmtudaginn 30. maí sl. Ráðið fundaði fimm sinnum yfir skólaárið og voru ýmis mál reifuð og rædd. Á þessum síðasta fundi var nýjum fulltrúum nemenda boðið að vera með en þeir taka við setu í ráðinu næsta haust. Nýkjörnir aðalfulltrúar nemenda eru þær Fjóla Ýr Jörundsdóttir og Rakel Ása Ingólfsdóttir. Varamaður er Samúel Ingi Daníelsson. Haldinn var n.k. framboðsfundur í nemendafélagi skólans þar sem frambjóðendur kynntu sig og hvaða málefni þeir vildu leggja áherslu á. Skólastjóri þakkaði fráfarandi fulltrúum nemenda og foreldra fyrir samstarfið og óskaði þeim alls góðs. Fundargerðir ráðsins er að finna á vef skólans.
Til baka
English
Hafðu samband