Nemendur Hofsstaðaskóla komu færandi hendi á Barnaspítala Hringsins
10.06.2013
Nemendur í Hofsstaðaskóla söfnuðu notuðum og hálfónýtum smáraftækjum í samstarfi við Græna framtíð. Raftækin verða gerð upp og send til fátækari þjóða. Alls söfnuðust kr. 25.000. Nemendur vildu vera enn rausnarlegri og ákváðu að gefa kr. 75.000 af hvatapeningum sem þeir fengu frá Garðabæ fyrir að hreinsa Arnarneslækinn. Fjórir nemendur í 7. bekk fóru, ásamt skólastjóra, í heimsókn á Barnaspítala Hringsins, en nemendur höfðu ákveðið að gefa spítalanum söfnunarféð samtals kr. 100.000. Peningarnir verða notaðir til dægrastyttingar fyrir börnin svo dvölin á Barnaspítalanum verði þeim léttari.
Tilgangur með verkefni af þessu tagi er að auka samfélagslega ábyrgð nemenda og kenna þeim að þeir geti látið gott af sér leiða.
Við erum ákaflega stolt af nemendum okkar fyrir að hafa valið að styðja svona gott málefni.