Verðlaun í teiknisamkeppni
28.08.2013
Norræn frímerkjasýning var haldin í Garðabæ 7.-9. júní sl. Nemendum í 5. og 8. bekk í grunnskólum Garðabæjar var boðið að taka þátt í teiknimyndasamkeppni þar sem þemað var íþróttir. Þrír nemendur í 5. bekkjum skólanna fengu verðlaun sem var örk af viðkomandi verðlaunamyndum á svonefndum einkafrímerkjum sem Íslandspóstur gerir. Einnig fengu allir þátttakendur viðurkenningaskjal frá landssambandi frímerkjasafnara. Tveir hópar í myndmennt tóku þátt í keppninni. Dagur Baldvin Baldvinsson í 5. G.H.S. fékk verðlaun og viðurkenningu fyrir mynd sína af brettagaur. Óskum honum innilega til hamingju með verðlaunin sem voru ekki ljós fyrr en í lok skólaárs og því sagt frá þeim nú í upphafi nýs skólaárs.