Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjör í íþróttahúsinu

16.09.2013
Fjör í íþróttahúsinu

Það var líf og fjör síðastliðinn fimmtudag þann 12. september í íþróttahúsinu í Mýrinni. Íþróttakennarar skólans stóðu þá í ströngu við að hreyfiþroskaprófa alla nemendur í 1. bekk skólans. Þau fengu góða aðstoð frá 9 nemendum í 7. bekk og umsjónarkennurum barnanna. Það var rosa gaman í salnum og allir stóðu sig mjög vel. Arndís og Signý nemendur í 7. ÖM kíktu í íþróttahúsið, tóku myndir og gerðu stutta frétt. Fréttina þeirra má sjá á forsíðu vefsins undir flipanum Frá nemendum.

Skoðið fleiri myndir á myndasíðu 1. bekkja 

Til baka
English
Hafðu samband