Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Komdu og skoðaðu fjöllin

26.09.2013
Komdu og skoðaðu fjöllin

Þessa dagana eru nemendur í 2. bekk að vinna verkefnið Komdu og skoðaðu fjöllin. Nemendur hafa kynnt sér ýmis fjöll, sögu þeirra og lært um hvernig fjöllin myndast. Einnig skapa nemendur sér sitt „ævintýrafjall“ sem þau skíra og búa til sögu um hvernig nafnið varð til. Nemendur hafa fundið upp á ýmsum skemmtilegum nöfnum eins og Geislafjall, Kórónufjall, Glimmerfjall, Demantafjall o.fl. Á myndasíðu 2. BS má sjá myndir af nemendum við vinnu sína.

Til baka
English
Hafðu samband