Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grænfáninn dreginn að húni

31.10.2013
Grænfáninn dreginn að húni
Föstudaginn 18. október var nýr Grænfáni dreginn að húni við skólann. Í samveru á sal kom fráfarandi umhverfisnefnd með fánann og afhenti nýrri umhverfisnefnd hann. Eins og áður hefur komið fram fékk skólinn fánann afhentan 10. október á útikennslusvæðinu og átti eftir að færa hann formlega í hús. Í samverustundinni söng skólakórinn og nemendur tóku hraustlega undir. Fráfarandi umhverfisnefnd var þakkað fyrir gott starf og nýrri nefnd óskað heilla. Nemendur voru hvattir til þess að láta til sín taka og færa umhverfisvernd og umhverfisvitund inn á heimilin og breiða þannig út „grænan lífsstíl“. Einnig voru þau hvött til þess að henda minna af mat, bæði í matsal og í nestistímum. Nú blaktir fáninn við skólann eins og hann hefur gert undanfarin sex ár og gefur til kynna að í Hofsstaðaskóla fer fram gæðastarf á grænni grein.

Sjá fleiri myndir frá samveru á sal 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband