Nemendafélagið fundar
06.11.2013
Fundur í nemendafélagi Hofsstaðaskóla var haldinn 4. nóvember á sal skólans. Aðalmenn og varamenn úr 2. -7. bekk voru boðaðir á fundinn. Hópurinn var nokkuð fjölmennur og aldursbil breytt. Lagt er til að hópnum verði skipt í eldri og yngri á næsta fundi þ.e. 1.-4. bekkur og 5.-7. bekkur.
Fundurinn hófst með hópefli, nokkrir nemendur voru sendir fram. Hinum var skipt í tvo hópa sem mynduðu hringi og flækju úr þeim. Þeir sem voru frammi komu inn og leystu flækjuna. Markmiðið var að undirbúa nemendur undir að leysa og ræða verkefni sem upp kunna að koma.Aðalumræðuefni fundarins var matur á HS-leikum, en mikil brögð voru að því að nemendur hentu matnum, jafnvel án þess að smakka hann. Nemendum gafst kostur á að koma með tillögur um mat á næstu leikum að ári.
Nemendur fengu tækifæri til að koma með tillögur til úrbóta í skólastarfinu og umhverfi skólans. Stjórnendur og starfsfólk skólans mun eins og kostur er koma til móts við óskir nemenda.
Sjá fundargerð