Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vatnstjón

06.12.2013
Vatnstjón

Í morgun flæddi vatn niður af háalofti skólans í stofur á efri og neðri hæð. Rúnar húsvörður brást skjótt við og kallaði til pípulagningarmann og slökkviliðið til að sjúga vatnið upp. Farið var í að bjarga öllu því sem hægt var að bjarga og unnu allir sem einn að því að koma búnaði á þurrt. Skýringin á vatnselgnum er sú að "element" í loftræstikerfinu gaf sig og því fór vatnið að flæða. Nú eru að störfum í skólanum starfsmenn frá VÍS. Þeir hafa sett upp blásara til þess að þurrka það sem hægt er og vinna þeir einnig að því að rjúfa veggi í þeim stofum sem verst urðu úti. Þeir munu væntanlega verða hér um helgina og jafnvel eitthvað fram í vikuna. Það er ljóst að tölvustofan verður ekki notuð næstu daga því vatnstjón varð þar talsvert. Búið er að taka þar allan búnað út, skrúfa í sundur tölvur og gera tilraun til að þurrka. Stefnt er að því að koma stofunni í kennsluhæft ástand sem fyrst. Nemendur í 4. HK fengu aðsetur í Regnboganum því kennslustofan þeirra varð fyrir nokkru vatnstjóni. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang í Hofsstaðaskóla og skemmtilegt að upplifa samstöðuna í hópnum þegar svona uppákomur verða. Allir boðnir og búnir að aðstoða og leysa málin.

Skoða myndir

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband