Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. bekkur í ullarvinnu

17.01.2014
2. bekkur í ullarvinnu

Nemendur í 2. bekk eru að vinna með ull í textílmennt. Þeir þæfa ullina í litla bolta og búa til skemmtilegar littlar verur. Litadýrðin og fjölbreytileikinn er skemmtilegur eins og sést á meðfylgjandi myndum. Stemningin var góð í stofunni þegar ljósmyndara bar að garði. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og duglegir við vinnuna og um kennslustofuna barst mildur og góður sápuilmur og ómur af kátum barnsröddum. Það er Ester Jónsdóttir textílkennari og dönskukennari sem leiðir nemendur í gegnum viðfangsefnin í textílmennt.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu 2. bekkjar

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband