Ást gegn hatri
20.01.2014
Er þörf á nýrri hugsun í eineltismálum?Selma Björk Hermannsdóttir, 16 ára nemi í FG kemur í skólann og segir frá reynslu sinni en hún hefur sjálf orðið fyrir miklu einelti. Boðskapur hennar og það hvernig hún hefur kosið að takast á við eineltið á erindi til okkar allra.
Selma Björk hittir nemendur í 5.- 7. bekk fimmtudaginn 23. janúar á skólatíma og ræðir við nemendur:
• 8:30 – 9:10 – 5. bekkir
• 9:10 – 9:50 – 7. bekkir
• 9:50 – 10:30 – 6. bekkir
Fimmtudaginn 23. janúar kl. 19.30 verður fundur fyrir alla foreldra þar sem Hermann, faðir Selmu Bjarkar, mun segja frá sinni reynslu.
Hermann hefur lagt áherslu á að byggja Selmu Björk upp og gera hana að sterkum einstaklingi sem hefur svo sannarlega skilað sér. Viðhorf þeirra er að mæta hatri með ást og finna til með þeim sem leggja í einelti. Hermann fer yfir þær leiðir sem hann nýtti sér í uppeldinu og hvernig þau feðgin tóku á vandamálinu. Erindi hans varðar okkur öll og því eru allir foreldrar hvattir til að mæta en feður eru sérstaklega velkomnir.
SAFT-fræðsla. Hafþór Birgisson fjallar um netheima og netnotkun barna og ungmenna í kjölfar reynslusögu Hermanns.
Bekkjarfulltrúar hafa haft samband við foreldra, hver í sínum bekk og vonast er til þess að mæting á fundinn verði góð. Allir starfsmenn eru velkomnir!
Stjórnendur og námsráðgjafi