Námsmat haustannar
20.01.2014
Eins og undanfarin ár voru foreldrar beðnir um að svara frammistöðumati með börnunum sínum fyrir nemenda- og foreldrasamtöl í október. Að þessu sinni áttu allir nemendur í 3.-7. að setja sér markmið varðandi námið í vetur. Svörun var því miður lakari en oft áður en 82% nemenda og foreldra svaraði matinu.
Í Hofsstaðaskóla fóru próf og námsmat haustannar fram í desember í fyrsta sinn. Markmiðið var að ná lengri samfelldri kennslu á vorönn sem verður oft svo sundurslitin t.d. vegna vetrarleyfis, páskaleyfis og annarra stakra frídaga. Fulltrúar nemenda í skólaráði eru mjög ánægðir með breytinguna og fannst gott að koma aftur í skólann eftir jólaleyfi í skipulagða dagskrá með námsmatið að baki. Foreldrafundur á vorönn var 8. janúar sl. sem er í fyrra lagi miðað við undanfarin ár. Mæting í samtölin var góð og fram koma eins og áður að foreldrar eru ánægðir með skólann og tilhögun námsmats.Námsmat nemenda í 1. og 2. bekk var allt í námsframvindu í fyrsta sinn sem auðveldar foreldrum að sjá hvernig nemendum gengur að ná settum markmiðum. Eldri nemendur fengu hluta af námsmati í námsfravindu og hluta á hefðbundnu vitnisburðarblaði.