Spákonur og spéfuglar á öskudegi
06.03.2014
Það ríkir alltaf mikil eftirvænting þegar nemendur og starfsfólk mætir í skólann á öskudaginn. Allir eru spenntir að sýna sig og sjá aðra í glæsilegum öskudagsbúningum. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá vantaði ekkert upp á hugmyndaflugið og sköpunarkraftinn. Búningarnir voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir. Mikið líf og fjör var í skólanum þar sem nemendum gafst tækifæri til að heimsækja fjölmargar stöðvar. Nemendur gátu m.a. hitt spákonur, farið í limbó, búið til grímur og öskupoka, fengið andlitsmálun, farið í tölvur og síðast en ekki síst farið í draugagöngu í kjallaranum.Einnig var í boði var fyrir nemendur og hópa að mæta á sal skólans og sjá um stuðið á sviðinu t.d. sýna dans, töfrabrögð, syngja o.s.frv.
Skoðið myndirnar frá öskudeginum á myndasíðu skólans.